24.01.1930
Neðri deild: 4. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1227)

19. mál, fræðslumálastjórn

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla ekki að fara að karpa við hæstv. dómsmrh. Hann fæst ekki til að gefa ákveðið svar við annari spurningu minni, en fór að tala um það, hve fræðslumálin hefðu verið illa rækt undanfarið, og að ekki væri hægt að koma lagi á þau, nema með því að bæta mönnum við. Ég vil nú spyrja hæstv. ráðh., hvort þessi aðstoðarmaður sé skipaður eftir ósk fræðslumálastjórans og hann hafi farið fram á að fá þessa aðstoð.