17.02.1930
Neðri deild: 29. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í C-deild Alþingistíðinda. (1305)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Flm. (Pétur Ottesen):

Í aths. við þetta frv. er gerð grein fyrir því, hvernig stendur á, að þetta mál er fram komið.

Þótt margt mætti segja um þetta merkilega mál, sé ég ekki ástæðu til að gera það að þessu sinni. Ég vil aðeins óska, að því verði vísað til 2. umr. og sjútvn., og vil bera fram þau vinsamlegu tilmæli til hennar, að hún afgr. það fljótt og vel. Ég skal að endingu geta þess, að ég mun síðar leggja fram teikningu og kostnaðaráætlun við þetta verk, sem vitamálastjóri hefir látið gera, og ennfremur mun ég leggja fram umsögn hans um málið.