05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í C-deild Alþingistíðinda. (1327)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Hv. 4. þm. Reykv. hafði orð á því hér í hv. d., hversu illa ég hefði sótt fundi sjútvn., þar sem ég hefði aðeins mætt á 13 fundum af 23. Ég sýndi nú fram á, að ég hefði unnið meira á 13 fundum en hann á 23. Alþýðubl. hefir gert þessa fundarsókn mína að umtalsefni, og af því að ég kem nú auga á mann, sem oft rekur hausinn hér inn í deildina, sem sé fréttaritara Alþýðublaðsins, skal ég geta þess, að húsbóndi hans, hv. þm. Ísaf., hefir mætt á 4 fundum af 23 í fjvn. Getur Alþbl. næst lagt út af þeirri fundarsókn, og verður þá varla dugnaður þm. Ísaf. mikill að dómi þessa blaðs.