05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í C-deild Alþingistíðinda. (1329)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Sigurjón Á. Ólafsson:

* Ég verð að segja, að það eru nýir siðir á Alþingi, að þm. leyfi sér að tala við áheyrendur, sem alls ekki geta svarað fyrir sig, og beini til þeirra ákúrum. Þetta er alveg óþekkt í þingsögunni. Hv. 2. þm. G.-K. á ekki að leyfa sér að rísa hér upp og skamma fréttaritara Alþýðublaðsins eins og hann væri þm. Það er hart, að þurfa að kenna hv. 2. þm. G.-K. þetta.

Hv. þm. ætti ekki að vera að belgja sig út af því, sem sagt hefir verið um starf hans í sjútvn. Það, sem sagt hefir verið, er dagsatt. Hitt skal ég gjarnan viðurkenna, að hv. þm. hefir bætt ráð sitt við þá hirting, sem hann fékk.