05.04.1930
Neðri deild: 72. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í C-deild Alþingistíðinda. (1330)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Ég talaði alls ekki við fréttaritara Alþýðublaðsins, heldur um hann, og það var mér fyllilega heimilt. Ekki hneykslaðist hv. 4. þm. Rey kv., þegar Pálmi Hannesson og Jónas Þorbergsson stóðu í ráðherraherberginu á eldhúsdaginn og hlustaði á allt það misjafna, sem um þá var sagt. Og hann hafði ekkert frekar ástæðu til að hneykslast núna.

Annars skal ég skjóta því til þessa síðavandara, að honum væri nær að taka í flokksbróður sinn úr Ed., hv. þm. Ak., sem óð hér uppi eins og dóni í gær og tók jafnvel til máls hér í d.