05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í C-deild Alþingistíðinda. (1380)

136. mál, jarðræktarlög

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég vil aðeins spyrja hv. 1. þm. Skagf.: Til hvers eru lög, ef ekki á að fara eftir þeim? Stj. Búnaðarfél. Ísl. fór alveg eftir lögunum, er hún breytti þessu síðastl. vor. Að ég vilji með þessu segja, að bændur hafi að undanförnu fengið of háan styrk, er fjarstæða ein og útúrsnúningur hv. 1. þm. Skagf. Hann er lögfræðingur, og hefir verið æðsti vörður laga og réttar í landinu, svo að hann ætti þó að vita, að til þess eru lög, að eftir þeim sé farið.