14.04.1930
Neðri deild: 81. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í C-deild Alþingistíðinda. (1557)

338. mál, gelding hesta og nauta

Frsm. (Lárus Helgason):

* Ég skal litlum tíma eyða. Hv. 1. þm. Árn. er að tala um 1–2 vor, sem sé upp á að hlaupa. En þetta má læra á hvaða tíma árs sem er, og nú er heilt ár upp á að hlaupa, því gelding fer yfirleitt ekki fram fyrr en á þessum tíma árs.

Ég vildi bara benda á, að þetta er rangfærzla. Hv. 1. þm. Árn. má snúa út úr grg. þessa frv., ef hann vill leggja sig eftir því; ég tel að n. sé alveg ómeidd fyrir því.