25.03.1930
Neðri deild: 62. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í B-deild Alþingistíðinda. (159)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég hefði þurft að tala hér nokkur orð við hæstv. dómsmrh., en ég vil beina því til hæstv. forseta, að mér finnst óviðfelldið að tala hér við mann, sem þessi hv. deild fær aldrei að sjá. Ef eitthvað þarf að tala við hann, er hann ýmist úti að ríða á gæðingum Landhelgissjóðs, akandi í stjórnarbílum með fríðu föruneyti, eða að ferðast á varðskipunum út með landi. Því vildi ég mælast til að mega geyma rétt minn til að tala þar til síðar.