12.04.1930
Neðri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í C-deild Alþingistíðinda. (1607)

384. mál, byggingar- og landnámssjóður

Bjarni Ásgeirsson:

Ég held, að það sé einhver misskilningur í deilum okkar hv. 2. þm. Skagf. Mér virtist hann blanda saman tilraunabúi Búnaðarfélags Íslands og þessum búum, en þar er um tvennskonar bú að ræða. Ég get hugsað mér framkvæmdir á þessum búum svipað því, sem hann hefir stungið upp á, nefnilega, að búið verði falið einhverjum fyrirmyndarbónda úr sveit, en hugsa mér ekki, að þarna eigi að gera tilraunir með allt milli himins og jarðar, sem snertir búskap, heldur verði á hverju búi nokkrar greinar búskapar, sem viðkomandi maður hefir helzt sýnt sig færan í.