28.03.1930
Neðri deild: 65. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég vil aðeins leyfa mér að benda á það, að þetta fyrirkomulag eldhúsdagsins er alls ekki samkv. þeim samningum, sem ég hafði gert fyrir flokks míns hönd við hæstv. forsrh. Þessi tilhögun, að ræða önnur mál innan um eldhúsdagsumr., er allsendis óviðunandi, enda virðist hún til þess gerð, að stj. fái að safna nýjum kröftum undir hverja árás. Ég er þannig gerður, að ég vil ganga hreint að verki og hrista stj. duglega til í eitt skipti fyrir öll, en ekki blanda óskyldum málum þar inn á milli. Ég leyfi mér því fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að mótmæla slíku háttalagi.