27.02.1930
Efri deild: 36. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (1794)

11. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Það hefir verið venja hæstv. forseta í þessu máli að taka tillit til óska hæstv. fjmrh., þegar hann hefir viljað fresta málinu. Mér finnst því ekki nema sanngjarnt, að hæstv. forseti taki nú í þetta skipti tillit til óska frsm. fjhn. um að fresta málinu, eins og nú stendur á.