09.04.1930
Neðri deild: 75. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (1829)

11. mál, yfirsetukvennalög

Ólafur Thors:

Ég hefi ekki tekið þátt í umr., en vil gera grein fyrir afstöðu minni til málsins. Ég hefi undanfarið verið þessari launahækkun mótfallinn. Stafar það þó ekki af því, að ég hafi eigi séð, að hér var þörf á hækkun, heldur af því, að ég hefi viljað halda fast á fjármálum ríkissjóðs. En nú er þvílík stjórn eða óstjórn á fjármálum ríkissjóðs, að óverjandi er að standa á móti slíkum launabótum, þegar stj. eys bitlingum á báða bóga til gæðinga sinna, og því mun ég greiða till. hv. þm. Dal. atkv. mitt.