29.03.1930
Neðri deild: 66. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

6. mál, sjómannalög

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það liggur hér fyrir smávegis brtt. Ég held ég megi skila því til deildarinnar frá hv. 2. þm. G.-K., að hann sé þeirri brtt. algerlega sammála. Breytingin er í því fólgin, að aftan við orðin „Deyi skipverji af sjúkdómi“ komi: slysum eða meiðslum. Vona ég, að hv. d. geti fallizt á þessa litlu brtt., sem er aðeins til að fyrirbyggja misskilning.