10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Jón Auðunn Jónsson:

* Það er oft erfitt að ákveða það með unga, hvort þeir verði sæmileg dýr eða ekki. (PO: Alveg jafngott). Það stendur hér staðhæfing móti staðhæfingu. Ég ætla, að ég hafi eins mikla reynslu í þessu efni sem hv. þm. Borgf. Það á að ala upp slæm dýr og slátra þeim að haustinu, en flytja þau ekki út. Ef farið yrði að flytja slík dýr út úr landinu, yrði það til þess að spilla fyrir markaðinum erlendis, því ekki væri að tala um að fá meira fyrir þau en 300 kr. (PO: Er það hámarkið innanlands?). Ég veit ekki betur en að þau hafi selzt fyrir allt að 500 kr. Það er því réttast að flytja ekki út annað en beztu dýrin, og það ekki fyrr en á haustin, því fyrr er ekki hægt að ákveða þau með vissu. (PO: Þetta er misskilningur). Nei. Ég vona, að hv. þdm. beri betra skyn á þetta en hv. þm. Borgf.