10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Halldór Stefánsson:

Út af tilmælum hæstv. forseta o. fl. um að taka aftur brtt. mínar á þskj. 173 til 3. umr., sé ég ekki ástæðu til þess, þar sem n., eða einkum hv. form. hennar, hefir tekið þannig í málið. Hv. n. hefir haft langan tíma til að athuga brtt. mínar, og enga tilraun gert til að taka þær til athugunar. Hinsvegar fannst mér full ástæða til að flytja þær hér, því þegar ég las brtt. n., sá ég, að sumar þeirra voru þannig, að ekki mætti teljast vansalaust, ef málið væri afgreitt þannig.