10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1487 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ef ætlazt er til þess, að n. taki allar þær brtt., sem fram hafa komið, til athugunar á ný fyrir þessa atkvgr., þá nær það ekki nokkurri átt. N. hefir þegar athugað þetta mál og skýrt það hér í þessari hv. d. N. getur ekki gert að því, þótt einstakir þm. hafi ekki fylgzt með í þessu máli. Ég vil því mótmæla því fyrir n. hönd, að hún fari að gera upp aftur það, sem hún hefir áður gert forsvaranlega. Ef hv. d. líkar það ekki, verður að kjósa sérstaka n. í málið. (LH: T. d. hv. þm. Borgf.).