10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1487 í B-deild Alþingistíðinda. (1955)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Magnús Jónsson:

Það hefir stundum tíðkazt, þegar flókin atkvgr. hefir þurft að fara fram, að skrifstofan hefir verið látin gera atkvæðaskrá til að hafa til stuðnings. Þetta hefir ekki verið gert nú, líklega af því að búizt hefir verið við, að eitthvað af brtt. yrði tekið aftur. Nú er komið í ljós, að greiða þarf atkv. um þær allar, og þá ég treysti hæstv. forseta vel til að stjórna atkvgr., þá er auðséð, að hún myndi taka mjög langan tíma, þar sem tvennar brtt. eru við frv. sjálft og svo brtt. við brtt., og víða mun vera vafasamt fljótt á litið, í hvaða röð á að bera þær upp. Ég vil því leggja til, að atkvgr. verði frestað og hún undirbúin betur fyrir hv. deild.