10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1488 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Forseti (BSv):

Það hefir nú verið lagt til að fresta atkvgr. um þetta mál, en ef hv. þm. óska þess, er ég alveg tilbúinn að láta hana fara fram strax. (SE: Mér finnst mjög einfalt fyrir þá, sem fylgzt hafa með í umr. þessa máls, að greiða atkv. um brtt. — EJ: Sjálfsagt að atkvgr. fari fram strax). Það er ekkert baðstofuhjal leyfilegt hér. Þeir, sem vilja gera einhverjar aths., verða að kveðja sér hljóðs.