11.04.1930
Neðri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1507 í B-deild Alþingistíðinda. (1988)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

N. flytur brtt. á þskj. 483 við 6. gr. frv.

Í hv. Ed. hafði verið sett ákvæði í frv. um það, að skylda ábúanda til að leggja fram helming kostnaðar til grenjavinnslu í hans landi, enda fái hann helming ágóðans. Þetta þykir n. hart, því oft getur farið svo, að ekkert verði nemi kostnaður við grenjavinnslu, þótt vanalega sé nokkur hagnaður af því. Það væri þá hart, ef ábúandi væri skyldur að leggja fé til þess, því fyrst og fremst er grenjavinnsla ráðstöfun til almenningsþarfa, en ekki vegna einstakra manna. Það er sagt, að sjaldan bíti refir nærri greni. Þó að gren sé unnið, er það því ekki til sérstakra hagsmuna fyrir ábúanda á landinu, heldur engu að síður aðra sveitunga hans. N. vill því breyta þessu þannig, að það sé ábúanda í sjálfsvald sett hvort hann vill leggja fram helming kostnaðar og hafa tilsvarandi hagnað af sölu yrðlinga, ef nokkur verður. Ef ábúandi leggur ekkert fé fram, fær hann þá samkv. till. engan ágóða heldur, og rennur þá allur ágóði af sölu yrðlinganna til hlutaðeigandi sveitarfélags eða sveitarfélaga.

Ég vona, að þetta þurfi ekki frekari skýringar við. Við höfum ekki viljað gera víðtækari breyt. á frv. eins og það kemur nú frá hv. Ed., en teljum víst, að hv. Ed. fari ekki að hindra framgang málsins fyrir þessa breyt.