11.04.1930
Neðri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (2042)

8. mál, bændaskóli

Forseti (BSv):

Með því að deildin er ekki ályktunarfær, hefir engin lögleg ályktun fengizt um þetta. Viðvíkjandi því, hvort setja skuli hina fjarverandi þm. í þingvíti, þá held ég, að ég láti sitja við áminning eina að þessu sinni, því að hv. þm. fóru að drekka kaffi, en bjuggust ekki við, að umr. yrðu svo langar, sem raun er á orðin. En þar sem enginn hefir kvatt sér hljóðs og hæstv. stj. og hv. frsm. óska eftir, að umr. sé slitið, þá skal það hér með gert, en atkvgr. frestað þar til síðar.