15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (2050)

8. mál, bændaskóli

Jón Baldvinsson:

Hv. frsm. hefir getið um þann „hortitt“, sem komizt hefir inn í 2. gr. í meðferð Nd. Þar er bætt inn í 1. málsgr., þar sem, talað er um ríkisrekstur á búunum, orðunum „ef henta þykir“. Nú er ég ekki í vafa um, að ríkisrekstur sé hentari, og þess vegna vil ég leggja áherzlu á, að ákvæði stjfrv. og frv. frá Ed. í þessu efni fái að halda sér, á þann hátt, að atvmrh., sem á að sjá um framkvæmd þessara laga, taki „hortittinn“ eins og hann er, sem sé til að friða þá, sem ekki geta fallizt á ríkisrekstur í kenningunni, þó að þeir sjái, að það sé bezta fyrirkomulagið. Þessu vildi ég beina til hæstv. atvmrh.