15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (2051)

8. mál, bændaskóli

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil geta þess út af aths. hv. 4. landsk., að þetta ákvæði 2. gr. snertir aðallega framtíðina, því að eins og hv. þm. veit, eru í 16. gr. frv. sérstök ákvæði um þá menn, sem nú eru skólastjórar á bændaskólunum. Nú er ekki sjáanlegt, að skólastjóraskipti verði í bili, svo að það, sem stj. á að gera, er að komast að viðunandi samningum við skólastjórana. Ef þeir fást; mun ég reyna að stofna til ríkisrekstrar á búunum og sjá, hvernig það gefst. Ég get ekki lofað hv. þm. meiru, því að enginn veit, hver verður ráðh., þegar skólastjóraskipti verða.