16.04.1930
Efri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1578 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

2. mál, fjáraukalög 1928

Jón Þorláksson:

Ég hefi þá sérstöðu í n., að mér þykir dálítið einkennilegt, að þegar stj. biður um samþykki á fjáraukalögum fyrir 1.800 þús. kr., þá vill hv. Nd. ekki leyfa henni að fá samþykki fyrir nema 1.200 þús. kr., eða rétta 2/3 hluta þess, er hún biður um. Ég fyrir mitt leyti sá enga ástæðu til þess að neita stj. um það, sem hún fór fram á í frv. sínu.