08.04.1930
Neðri deild: 74. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1589 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

3. mál, landsreikningar 1928

Magnús Guðmundsson:

Ég verð um þessa deilu milli hv. 1. þm. Reykv. og hv. n. að segja það, að mér finnst, að n. hafi á réttu að standa. Þetta framlag hjá Landsbankanum er að sönnu, eins og nú er, tapað, en svo framarlega sem gengið er út frá því, að bankinn borgi jafnóðum þessa upphæð, og hann eignast fé til þess, þá er rétt að hafa hana þarna, en án þess að það hafi áhrif á útkomu reikningsins, en á hinn bóginn ekki rétt að telja hana sem fulla eign, því að það yrði að teljast rangur reikningur, sem ekki bæri saman við reikning Landsbankans.

(MJ: Þá á að fella hana niður). Er það þá ekki meining hv. 1. þm. Reykv., að bankinn borgi þetta aftur, ef hann safnar fyrir því? (MJ: Jú; en þá er það ný eign). En þarna er þetta þá aðeins haft til að minna á þessa eign, og ég tók það einmitt fram í minni ræðu og lagði þar áherzlu á það, að upphæðina mætti alls ekki telja eign eins og stendur.

Hæstv. fjmrh. hefir engu svarað þeirri spurningu, sem ég beindi til hans. (Fjmrh.: Ég hefi ekki komizt að). Ráðherra getur alltaf komizt að. Ég spurði, hvaðan viðlagasjóður hefði fengið peninga til að greiða með svo mikla skuld síðasta mánuð ársins 1929.