29.03.1930
Neðri deild: 66. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1605 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

361. mál, fjáraukalög 1929

Magnús Guðmundsson:

Það eru ekki nema örfá orð, sem ég þarf að segja. Ég verð að líta svo á, að upphæðin í 9. gr. 4. þessa frv., 136.872,44 kr., sé greidd vegna aðgerða Þingvallafriðunarnefndar út af friðunarlögunum, sem samþ. voru á Alþingi 1928. (MJ: Ekki allt). Engin skýring er á því í aths. við frv., vegna hvers utanfararstyrkur Magnúsar Torfasonar sé veittur. Er það líka vegna alþingishátíðarinnar? Um það væri gott að fá skýringu hjá hæstv. ráðh.