03.04.1930
Efri deild: 68. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (215)

1. mál, fjárlög 1931

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég ætla ekki að nota mér ódauðleika stj. óþyrmilega gagnvart hv. 4. landsk. Ég vil aðeins mótmæla því, sem hann sagði, að stj. hefði sýnt tómleik og tregðu í tryggingarmálunum. Stj. hefir þvert á móti gert allt, sem hún hefir getað, til þess að fá mann til að undirbúa slíka löggjöf. Hér á landi hefir aðeins verið einn sérfræðingur í tryggingarmálum síðan 1928, og vitanlega hlaðinn störfum, þangað til síðastl. haust, að annar sérfræðingur bættist við. Og fyrr var ekki hægt að fá mann til þessa starfs. En nú hefir stj. ráðið hann til að beita öllum sínum starfskröftum að undirbúningi tryggingarlöggjafarinnar, og því starfi heldur hann áfram.

Þá vildi ég ennfremur minna hv. 4. landsk. á það, að hann mun ekki hafa heyrt ræðu hv. þm. Ísaf. í Nd. (JBald: Ég hefi talað við hann). Ég hlustaði á ræðu hans og svaraði henni ítarlega. Hann fullyrti, eð það væri algerlega röng stefna hjá. Framsóknarflokknum að stuðla að smábýlafjölgun. (JBald: Dreifðum). Hann talaði ekkert um hin dreifðu býli, en hélt því fram, að það væri á móti þróuninni á þessu sviði að stofna til smábýla, heldur ætti að hafa stórbýli og herragarða. Að þessu leyti er hv. 4. landsk. í beinni andstöðu við hv. þm. Ísaf.