11.02.1930
Efri deild: 19. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

41. mál, sala jarðarhluta Neskirkju og ríkissjóðs

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég ætla aðeins að segja örfá orð fyrir hönd allshn. Fyrir síðasta þingi lá frv. sama efnis og þetta, og lagði allshn. þá til, að það yrði samþ. Afstaða n. er óbreytt frá því í fyrra, enda hefir málið engum breyt. tekið að efni til síðan, nema nú liggja fyrir skýlaus meðmæli viðkomandi sóknarprests. Óskar hann að hafa skipti á þessum hlunnindum og íbúðarhúsi, og hefir sett það að skilyrði fyrir samþykki sínu. N. vill því leggja til, að frv. verði samþ.