19.02.1930
Efri deild: 29. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1680 í B-deild Alþingistíðinda. (2274)

86. mál, kosningar til Alþingis

Jón Jónsson:

Ég gat þess við síðustu umr., að til mála gæti komið, að ég flytti brtt. við nokkur ákvæði frv., sem tæplega eru nógu skýr. Á ég þar sérstaklega við það, hvort taka skuli á kjörskrá þá, sem öðlast kosningarrétt á tímabilinu frá 10. júní til 1. júlí. En með því að hv. frsm. allshn. gaf glögg svör við síðustu umr., svo að ekki verður um villzt, hver er skoðun n. á þessu atriði, þá hefi ég ákveðið að falla frá þessum brtt. Ennfremur hefi ég átt tal um þetta við próf. Ólaf Lárusson. Taldi hann nefndina fremur hafa spillt till. sínum, því hann hefði ætlazt til, að þetta yrðu sérstakar kjörskrár, en að aðalkjörskrár yrðu samdar eins og venja er til. Ég mun því falla frá brtt. þeim, er ég hafði í hyggja að flytja.