25.02.1930
Neðri deild: 36. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (2281)

86. mál, kosningar til Alþingis

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil þakka hv. n. fyrir fljóta afgreiðslu þessa frv. og óska, að það megi fá fljóta afgreiðslu, svo frestir fyrir kosningarnar verði löglegir. Ég vil geta þess, að frá stj. hálfu er ekkert því til fyrirstöðu, að ákveðið sé, hvenær kjördagur verði.

Ég vil beina því til hv. n., hvort ekki megi breyta til og hafa kjördag mánudaginn 9. júní; þá er 2. í hvítasunnu. Ég vil beina því til n., hvort það geti ekki orðið að samkomulagi, að kosning fari fram þann dag. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu, þótt helgur dagur sé. Í Þýzkalandi er þetta algengt. En stj. sér ekkert því til fyrirstöðu, að kosning fari fram laugardaginn eða sunnudaginn næstan á eftir. Ég vil aðeins óska, að frv. fái fljóta afgreiðslu, einkum ef á að breyta því, svo að það verði að fara aftur til Ed. Þessa er þörf, til þess að geta auglýst þetta á löglegan hátt.