27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (2286)

86. mál, kosningar til Alþingis

Magnús Guðmundsson:

Ég kæri mig ekki um að blanda trausti eða vantrausti á hæstv. stj. inn í þessar umr., því að hér er aðeins verið að tala um, hvorn daginn eigi heldur að velja, 14. eða 15. júní. Ég fyrir mitt leyti er fylgjandi laugard., enda óleyfilegt samkv. okkar helgidagalöggjöf að halda fundi, hvað þá að ganga til kosninga, fyrr en eftir hádegi, þegar messutími er úti. Náttúrlega má breyta löggjöfinni í þessu tilfelli, en ég get ekki séð, hvaða ástæða er til þess.