27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1685 í B-deild Alþingistíðinda. (2295)

86. mál, kosningar til Alþingis

Jón Auðunn Jónsson:

* Ég vildi aðeins svara hv. 2. þm. Árn. lítið eitt.

Það, sem hv. þm. sagði, var að nokkru leyti rétt, en hann sneiddi framhjá því, að í norðurhéruðunum er erfiðara að sækja á kjörstað, því að það er 4–5 tíma ferð. Þótt þessir menn leggi af stað árdegis, geta þeir ekki náð heim fyrr en seint á kvöldi, og þá er betra, að næsti dagur sé hvíldardagur en virkur. Hitt er að vísu rétt, að það er betra fyrir kaupstaðina, en eins og ég hefi áður sagt, verðum við að taka meira tillit til þeirra, sem erfiðast eiga með að sækja á kjörstað.