27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1688 í B-deild Alþingistíðinda. (2302)

86. mál, kosningar til Alþingis

ÓlafurThors:

* Ég skal ekki lengja umr. Hæstv. forsrh. telur umr. þessar óþarfar. Ég get ekki verið á sama máli, því að með þessari till. er verið að varpa óviðeigandi blæ yfir hvíldardaginn og rýra helgi hans. Þetta er þó hvíldardagur alls kristins fólks, og það er ákaflega óviðeigandi af landsstj. að beita sér fyrir því að svipta landsfólkið helgidagshvíldinni með lögum og neyða það til þess að vinna þetta verk.