01.03.1930
Efri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (2314)

86. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er komið hingað aftur frá Nd. Þar hefir verið gerð á því ein breyt. Eins og frv. var, þegar það fór héðan úr þessari d., þá var kjördagurinn ekki ákveðinn öðruvísi en þannig, að kosningar skyldu ekki fara fram fyrir 10. júlí. En Nd. hefir gert þá breyt., að kjördagur sé ákveðinn sunnud. 15. júní. Allshn. í þessari d. hefir haft frv. til meðferðar og athugað það, en ekki getað orðið sammála. Hefi ég því enga till. fram að bera fyrir hönd n. um frv. Nefndarmenn hafa því óbundnar hendur um atkvgr. á breyt. þeirri, sem gerð var á frv. í Nd. Nú liggja fyrir tvær brtt.; báðar við 1. gr., á þskj. 203 og 206. Brtt. á þskj. 203 er hrein brtt., en brtt. á þskj. 206 er aðeins viðaukatill.

Eins og gefur að skilja, þá hefi ég, þegar svona er ástatt í n., ekkert meira um þetta mál að segja, en læt mér nægja að sýna með atkv. mínu afstöðu mína til frv., þegar að atkvgr. kemur.