01.03.1930
Efri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1701 í B-deild Alþingistíðinda. (2319)

86. mál, kosningar til Alþingis

Jón Jónsson:

Það er aðeins örlítil aths. við það, sem hv. 4. landsk. vék að, að það væri illt fyrir Reykjavík eða jafnvel ókleift að kjósa, ef ekki er byrjað fyrr en kl. 3. Ég get ekki fallizt á þetta, því að ég held, að það hafi verið venja hingað til, að almennar kosningar hafi ekki byrjað fyrr en kl. 12. En þetta er aðeins landskjör, og þá kjósa miklu færri en við kjördæmakosningar, og því hugsa ég sannast að segja, að þegar ekki kjósa fleiri menn en þetta, muni þeir eins vel geta lokið við kosninguna frá kl. 3–12 eins og hægt er að koma af kjördæmakosningum frá 12 –12. Þar að auki er hægt að hafa kjördeildirnar svo margar sem vill. Það mun því óhætt að fullyrða, að þetta kemur ekki að sök.