07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (2350)

238. mál, útvarp

Sigurður Eggerz:

Ég ætlaði ekki að fara neitt inn á málið, en óska þess, að það verði tekið út af dagskrá, af þeirri ástæðu, að ég held, að málið gangi greiðar fram, þegar komið er nál. í því frá báðum hlutum n., heldur en ef farið er að ræða það nál. laust. Ég vil geta þess, að málið hefir sáralítið verið rætt í n. Ég sagðist á síðasta fundi í n. vera á móti þremur atriðum í því, en vildi hinsvegar athuga, hvort ekki væri eitthvað í frv., sem gæfi ástæðu til að láta það standa.

Þetta er mín aðstaða í málinu og ég held, að það gerði ekkert til, þótt forseti tæki málið út af dagskrá, úr því að lofað er að skila nál. í kvöld.