07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1713 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

238. mál, útvarp

Halldór Stefánsson:

Það er ekki fyrir það, að mér sé það nokkurt kappsmál, hvort þetta mál er tekið til umr. nú eða ekki, að ég leyfi mér að benda á það, að hv. frsm. minni hl. n. mun hljóta að geta sagt það við þessa umr., sem hann mundi segja í nál. sínu. Auk þess vil ég leyfa mér að benda á það, að með nál. meiri hl. er prentað álit frá einum aðila, sem leggst á móti málinu og sem verður að telja, að hafi góða kunnugleika á því. Og mér þykir ólíklegt, að hv. frsm. minni hl. færi fram aðrar eða ríkari ástæður fyrir afstöðu sinni og álít því, að hv. þm. myndi vel geta sætt sig við að nota þetta eina álit af þremur sem grundvöll fyrir sinni afstöðu.