07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (2365)

238. mál, útvarp

Hákon Kristófersson [frh.]:

Það, sem ég vildi segja út af brtt. hv. meiri hl., var það, að ég fæ ekki betur séð en að hv. meiri hl. geri ráð fyrir breyt. á 15. gr. frv., en við fljótan yfirlestur kem ég ekki auga á neina brtt. um þetta atriði. Ég vil beina fyrirspurn til hv. frsm. meiri hl. um það, hversu þessu er varið, og æski svars. (HJ: Ha, við hverju?). Hv. frsm. gat vel látið vera að hvíslast á við útvarpsráðherrann og heyrt það, sem var verið að segja við hann í d. Annars var ég að spyrja hann, hvernig það væri með brtt. við 15. gr., sem talað er um í nál. (HStef: Hún á að vera við 14. gr.). Nú já, það var gott, að hv. Í. þm. N.-M. gat skýrt frá þessu. Ég sá, að hv. frsm. gat ekki áttað sig á því af eigin rammleik, því að hann fór strax að fuma í þskj. með augunum.

Inn á efni frv. ætla ég ekki að fara. Það er nú búið að fara gegnum þá hreinsunarelda, að ekki er hætt við, að mikið sitji þar eftir af soranum, sem landsfólkinu geti orðið til tjóns.