10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2403)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Það er satt, að ástæðulaust er að gera langar umr. um þetta mál. En út af brtt. hæstv. fjmrh. og skýringum hans á þeim vildi og vekja athygli á því, að mat það, sem hann ráðgerir að framkvæmt verði, þarf skilyrðislaust að vera búið fyrir 1. marz, svo að þingið geti fjallað um málið eftir það. Þá væri gott, að hann gerði grein fyrir, hverjar framkvæmdir muni fylgja, þegar þetta verður komið í kring. Þótt frv. verði nú samþ. með þeim breyt., sem í till. felast, er engu síður nauðsynlegt að hafa 1. marz allar upplýsingar á borðinu til að geta gert frekari ráðstafanir. En ef þingið fær þær ekki í tíma, fyrir 1. marz, sýnist mér málinu lokið og skipti óhjákvæmileg.

Ég vona, að hæstv. fjmrh. geti lýst yfir því, að matið muni ekki þurfa lengri tíma en þetta, svo að sú ósk geti ræzt, að þá megi gera nýjar ráðstafanir til bóta.