10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (2404)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Magnús Guðmundsson:

Mig langar til að spyrja hæstv. fjmrh., hvort ekki eigi að gera eitthvað til að hjálpa þeim mönnum, sem komast í greiðsluvandræði vegna þess að þeir fá ekki fé sitt út, sem þeir eiga inni í Íslandsbanka, hjálpa þeim til að fá frest á skuldum sínum annarsstaðar, ef þeir geta sannað, að kröggur þeirra stafi einungis af lokun bankans. Mér finnast ákvæði í þessa átt bráðnauðsynleg.

Það getur verið álitamál, hvort skiptanefndin eigi að vera skipuð af fjmrh. eða á einhvern annan hátt. Ég vildi spyrja hæstv. fjmrh., hvort ekki mætti finna samningsleið til að skipa hana einhvern veginn öðruvísi. Þá var það enn, hvort hann hefði ekki á takteinum menn, sem eiga að rannsaka bankann. Því að 1. marz nálgast óðum. Og ég er sammála hv. þm. Vestm. um það, hve dráttur er hættulegur. Við því er séð, ef þessir menn geta byrjað strax, helzt á morgun.

Ef hæstv. fjmrh. gæti gengið inn á samninga um þessi atriði, vildi ég fá svar um það.