10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1773 í B-deild Alþingistíðinda. (2406)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Sigurður Eggerz:

Ég skal leyfa mér að taka fram atriði, sem ég gleymdi undir umr. fyrr. Það stendur í nál. meiri hl. n., að formaður hennar hafi óskað eftir að fá reikningsyfirlit bankans síðastl. ár. Bankastjórnin kannast ekki við að hafa verið beðin um þetta.

Loks vildi ég svo leyfa mér að spyrja hv. þm. V.-Ísf. um, hvort ekki væri líklegt, að bankinn yrði endurreistur með tilstyrk þingsins, svo framarlega sem hið nýja mat, sem framkvæma á, yrði líkt fyrra matinu.