10.02.1930
Neðri deild: 20. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1783 í B-deild Alþingistíðinda. (2423)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Magnús Guðmundsson:

Ég þykist mega skilja af orðum hæstv. fjmrh., að hann ætli sér að komast hjá því að útnefna mennina í n. fyrr en eftir 3. umr. Veit ég þó ekki, hvað sá dráttur á að þýða, því að eflaust mun hann hafa hugsað sér mennina. Nú vil ég skora á hann að skipa n. milli 2. og 3. umr., og það hlýtur hann að geta, þó að 3. umr. verði á morgun. Það skal ekki standa á mér að skila brtt. í tæka tíð, svo að málið þarf ekki að tefjast þeirra vegna.