12.02.1930
Neðri deild: 22. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (2455)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Ef samþ. er að fresta atkvgr. um málið, þá skilst mér, að með því sé stýrt hjá þeim vandkvæðum er ræðir um í skeyti sendiherrans. Hann óttast, að ef frv. er samþ. frá deildinni, geti það skaðað þær samningaumleitanir, sem nú fara fram. (Forsrh.: Það kemur engin ósk fram í skeytinu). Ég hefi lesið skeytið upp og get gert það aftur.