07.03.1930
Neðri deild: 47. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (2543)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Frsm. minni hl. (Héðinn Valdimarsson):

Út af svari hæstv. forsrh. vildi ég taka fram, að ég er hvergi nærri ánægður með það. Ég vildi, að öll skeytin yrðu birt, sem bárust milli hans, bankaráðsins og hv. 3. landsk. annarsvegar og umboðsmannanna erlendis hinsvegar. Og þessu hefði hæstv. forsrh. getað komið til vegar, og gæti enn, ef hann vildi það. Er engin ástæða fyrir hæstv. ráðh. til þess að vilja breiða blæju leyndarinnar yfir störf sendiherrans, hv. þm. V.-Ísf. og hv. 3. landsk. eða þeirra nóta. Almenningur á fulla kröfu á, að allt þeirra framferði verði opinskátt.