27.02.1930
Neðri deild: 38. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2021 í B-deild Alþingistíðinda. (2564)

45. mál, háskólakennarar

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Það þarf ekki að hafa langa framsögu í þessu máli. Það var flutt hér á síðasta þingi og flaug í gegnum Nd., en stöðvaðist í Ed., af því að enginn tími var til að lykta málinu þar.

N. hefir ekki getað orðið sammála um frv. Leggur meiri hl. til, að það verði samþ. óbreytt. Honum finnst ekki nema sanngjarnt, að þeir, sem sinna þessum störfum, fái nokkra launaviðbót, þegar þeir hafa starfað um ákveðinn tíma.