18.03.1930
Efri deild: 54. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (2579)

45. mál, háskólakennarar

Frsm. (Jón Baldvinsson):

* Þetta mál lá fyrir þinginu í fyrra, en dagaði uppi, af því að ekki fengust afbrigði síðasta eða næstsíðasta daginn, að því er mig minnir.

Frv. fer fram á, eins og 1. gr. er orðuð, að þegar dócentar við háskólann hafa starfað í embætti um 6 ár, verði þeir prófessorar, með sömu réttindum og skyldum sem aðrir prófessorar háskólans. Þó skal ekki greiða þeim hærri launaviðbót en svo, að samanlögð laun og aukatekjur embættisins verði jafnt prófessorslaunum. — Þetta myndi að vísu hafa dálítil aukin útgjöld í för með sér, en þó er, það ekki teljandi, því að dócentar eru ekki svo margir við háskólann. Hitt ber að athuga, að þetta er virðingarauki, sem ber að skoða sem viðurkenningu fyrir vel unnið starf.

Það er ekki ástæða til að fjölyrða frekar um þetta mál, en ég vil geta þess að endingu, að fjhn. leggur til, að frv. þetta verði samþ., þ. e. a. s., hún hefir ekki skipt um skoðun í málinu síðan í fyrra, enda hefir frv. þetta engum breyt. tekið.