05.04.1930
Efri deild: 70. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2052 í B-deild Alþingistíðinda. (2715)

25. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Jón Baldvinsson):

* Eins og sést á nál. landbn., leggur hún óskipt til, að frv. verði samþ. — Frv. þetta gerir þá breyt. á l. um útflutning hrossa frá 1907, að aldur þeirra hrossa, er út má flytja, er færður niður um eitt ár. Eftir þeim l. mátti flytja hross út yngst 4, vetra, en þó var heimild til að leyfa útflutning á 3 vetra hrossum. Eftir frv. verður nú leyft að flytja út 3 vetra hross, en heimild gefin til að leyfa útflutning á 2 vetra hrossum, ef þau líta vel út og eru minnst 126 cm. á hæð.

Þeir, sem eru málum þessum kunnugir, telja, að þetta geti orðið til hags fyrir bændur. Útlendingar, sem hrossin kaupa, einkum Danir, vilja gjarnan fá þau ung. Hrossin verða betri með því fóðri, er þau fá þar, og þeir geta strax farið að venja þau við þá vinnu, sem þeim er ætluð.

Þeir, sem kunnugir eru, segja líka, að þetta sé hagur bænda, að geta selt hrossin 2 . vetra, því að á 3. vetri felli þau tennur og séu þá oft fóðurþyngri þess vegna. Ég hefi svo ekki meira að segja frá n. hálfu. Hún leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.