07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (2744)

64. mál, vigt á síld

Ólafur Thors:

Það þarf engum vandkvæðum að valda, að seljendur eru margir. Þá er jafnan svo, að einhver einn fer með umboð þeirra og semur að sjálfsögðu um þetta atriði sem önnur. — En ég vil benda á, að samhljóða till. þessari var í fyrra flutt af sjútvn. allri, þar á meðal hv. 4. þm. Reykv., flokksbróður hv. þm.

Verði brtt. .samþ., liggur málið skýrt fyrir. Óski seljandi, að síldin verði vegin, þá skal hún vegin, og reiknast þá 135 kg. sem eining bæði gegn kaupanda og þeim, sem fá premíu af afla, nema öðruvísi sé um samið. Ella verður málið lagt til grundvallar, svo sem tíðast hefir verið til þessa.