10.04.1930
Efri deild: 74. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2071 í B-deild Alþingistíðinda. (2755)

64. mál, vigt á síld

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Ég vil benda hv. deild á, að það mun þurfa alveg sérstakt verkfræðingavit til þess að álíta, að rétt sé að hafa miðhluta úr einni vatnsleiðslu þrengri heldur en neðsta og efsta hlutann. (JÞ: Ég mátti ekki tala um neðsta hlutann, af því að þingmaðurinn minntist ekki á hann). Hv. þm. vill telja

okkur trú um, að þetta sé nauðsynlegt. Já, það væri reynandi að spyrja Reykvíkinga að því, hvort þeir teldu hlunnindi að því að hafa slíkan bláþráð á leiðslunni ofan úr Gvendarbrunnum, til þess að vatnið yrði minna handa þeim. Ég hygg, að svarið yrði eitthvað líkt og hjá okkur norður frá. Það er víst ástæðulaust fyrir hv. 3. landsk. að afsaka slíkan verknað með því að hann sé hyggilegur, því allir munu álíta, að hann stafi af þeim ekki óvanalegu reikningsskekkjum, sem koma fyrir hjá vissum verkfræðingum.