15.04.1930
Neðri deild: 83. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1064 í B-deild Alþingistíðinda. (278)

1. mál, fjárlög 1931

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil mjög eindregið beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, að hann raski ekki þeirri röð, sem málin eru nú í á dagskránni. Hæstv. forseti hefir áður gefið mér loforð um, að næsta mál verði tekið fyrir, og mun ég halda fast við þá kröfu.

Eins og störfum þingsins er nú hagað, virðist sú vera ætlun hæstv. stj. að ljúka þingi að fjárl. loknum, en það er heimskulegt og allsendis óviðeigandi, ef það er meiningin að hlaupa þannig frá hálfkláruðu verki. Þess vegna mun ég greiða atkv. gegn því, að afbrigði verði veitt.