10.04.1930
Efri deild: 74. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (2796)

420. mál, verðtollur

Fjmrh. (Einar Árnason):

Ég vil aðeins vísa í grg. frv., þótt stutt sé, um ástæður, sem liggja fyrir því, að þetta frv. er fram komið. Það hefir gengið í gegnum hv. Nd. umræðulaust, og ég vildi mega vænta þess, að þessi hv. deild tæki vel á móti því og leyfði því að ganga áfram.

Ég sé ekki þörf á að vísa málinu í n. Það liggur þannig fyrir, að mínu áliti, að ekki er við það annað að gera en fella það eða samþykkja, sem ég vona, að hv. deild geri.